Um okkur

Tækniþjónustan Rafkot

Við bjóðum upp á víðtæka og breiða tækniþjónustu við tæki og búnað í rekstri annarra félaga. Þá er stuðst við annars vegar tímabundið viðhald, þar sem nauðsynlegu viðhaldi er sinnt með reglulegu millibili, eða eftir keyrslutíma búnaðar, og bilanaviðhaldi hinsvegar þar sem eingöngu er brugðist við bilunum kerfa hverju sinni.

Tímabundið viðhald er dýrara heldur en bilanaviðhaldið. Tímabundna viðhaldið hentar oftast þeim sem eiga búnað í rekstri þar sem mikið er undir því að reksturinn gangi hnökralaust. T.d. frystiklefar með miklum verðmætum, netþjónarými, kerfi í sjúkrahúsum og fyrirtæki í lyfjaframleiðslu. Þarfir hvers viðskiptavinar eru eins misjafnar og þeir eru margir og leggjum við mikið upp úr því að geta aðlaðað okkur að ólikum þörfum viðskiptavina okkar. 

Einnig tökum við að okkur uppsetningar búnaðar og kerfa og sjáum um rekstur þeirra sé þess óskað. Þegar kemur að uppsettningum, bjóðum við okkar viðskiptavinum þá þjónustu að sjá um alla þætti verksins: Pantanir og ráðleggingar um val á búnaði, standsetningu, vélbúnað, vaktbúnað, lagnir, raflagnir og stjórnbúnað. 

Mannauður félagsins er góður og innan félagsins starfa: Vélfræðingar með áratuga reynslu við vélstjórastörf til sjós og víðar, rafvirkjar, rafvirkjmeistari og iðnfræðingur. 

Við byggjum okkar þjónustu á breiðum þekkingar mannauði sem skilar sér í betri heildar yfirsýn yfir þau kerfi og búnað sem við þjónustum í dag og njóta okkar viðskiptavinir okkar góðs af því.

Our Team